Hin bresk-tyrk­neska leik­kona og Love Is­land sigur­vegari, Ekin-Su, segist treysta elsk­huga sínum, ítalska folanum Davi­de, hundrað prósent þrátt fyrir að hann hafi ný­lega sést taka leigu­bíl með tveimur ís­lenskum skvísum.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá gerðu bresk götu­blöð mikið úr því að sést hafi til Davi­de taka leigu­bíl með Matt­hildi Ylfu Þor­steins­dóttur og Anítu Gunnars­dóttur af bar­daga­kvöldi.

Ekin-Su var á meðan stödd í Los Angeles en henni hafa bók­staf­lega staðið allar dyr opnar eftir sigurinn og frægðina sem fylgdi Love Is­land þátt­tökunni. Hún segist treysta sínum manni vel.

„Varðandi þessi mynd­bönd, að þá veit ég að það er ekkert rétt í þessu því ég talaði við hann allt kvöldið. Fólk elskar að slúðra um sam­bönd eins og okkar,“ segir Ekin-Su um málið.

„Sann­leikurinn er sá að þetta var ekkert bara hann, þetta var risa hópur og það vildi bara svo til að það væru tvær stelpur í leigu­bílnum með honum og vini hans og þetta leit bara illa út. Það var ekki meira en það,“ segir Ekin-Su.