Anne Hat­haway opnaði sig á dögunum um frægt at­riði úr kvik­myndinni Princess Diaries þar sem hún fór með hlut­verk tánings­stelpunnar Miu Ther­mopolis sem reyndist vera prinsessa.

Um er að ræða at­riði þar sem Mia stendur á svo­kölluðum bekkjum, rennur og dettur á rassinn í sam­tali við vin­konu sína. At­riðið var ekki fyrir­fram á­kveðið, eins og Anne opin­berar, í heimildar­mynd ABC um leik­stjórann Garry Mars­hall, sem lést árið 2016.

„Eitt af því sem ég elskaði við Gary er að hann var aldrei hræddur við að vera spontant,“ segir Anne. „Ef það var gott, þá var það í myndinni. Það skipti hann engu máli hvaðan það kom, það skipti ekki máli hvernig það gerðist.“

Anne lýsir því hvernig at­riðið varð til og hvernig hún datt á rassinn.

„Við vorum við tökur í San Francisco og vorum úti og urðum að ná þessu í þeirri birtu sem var eftir. Við urðum að notast við bekkina og þau gerðu sitt besta til að þurrka þá,“ segir Anne. Gary hafi sagt sér að labba fram og til baka.

Hún hafi þá upp­götvað í miðju at­riði að hún og með­leik­kona hennar, He­at­her Matar­azzo, væru í þann mund að fara að stíga á sama bekkinn. Hún hafi snúið sér fljótt við og þá runnið í polli á bekknum. Hún segist ekkert hafa pælt í því þar til at­riðið birtist í stiklunni fyrir myndina.