Föstu­dags­kvöld eru gjarnan kvöldin sem fjöl­skyldan kemur saman í eld­húsinu og nýtur þess að eiga góða sam­veru­stund við elda­mennskuna.

Eva Dögg Sigur­geirs­dóttir er fjögurra barna móðir og nýtur þess að elda með börnum sínum og eiga með þeim gæða­stundir yfir matnum.

Í sumar eignaðist fjöl­skyldan pít­sa­ofn sem þau nota utan­dyra og hefur heldur betur slegið í gegn hjá fjöl­skyldunni. Eftir að pít­sa­ofninn kom í hús eru pít­sa­kvöld minnst einu sinni í viku eða oftar enda nýtist pít­sa­ofninn allan ársins hring.

Sjöfn Þórðar heim­sækir Evu Dögg og tvo syni hennar, Bjarna Gabríel og Viktor Áka, í þættinum Matur & Heimili á Hring­braut í kvöld og fær að fylgjast með þeim í pítsa­bakstrinum.

Strákarnir segjast elska að baka pítsur og njóta þess að taka þátt í pítsa­gerðinni með mömmu sinni.

„Mamma er líka orðin snillingur með pítsa­spaðann,“ segir Bjarni Gabríel. Viktor Áki heldur mikið uppá pítsur með skinku og miklum osti. „Svo þykir mér pítsa með Nu­t­ella og jarðar­berjum rosa­leg góð,“ segir Viktor Áki og bíður spenntur eftir eftir­réttar­pítsunni sinni.

„Við fjöl­skyldan höfum á­vallt búið okkur til tíma til að elda saman og að baka pítsur með strákunum er eitt það skemmti­legasta sem ég geri eftir að við fengum þennan snilldar Bertello-pít­sa­ofn. Það er svo ljúffengt að fá eld­bakaðar pítsur sem tekur einungis um eina til þrjá mínútur að baka,“ segir Eva Dögg sem er orðin eld­klár með pítsa­spaðann við hönd.

Missið ekki af skemmti­legri upp­lifun Sjafnar með Evu Dögg og sonum hennar við pítsa­baksturinn í þættinum Matur & Heimili á Hring­braut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Mynd/Hringbraut