Ein­stak­lega fal­legt ein­býlis­hús á tveimur hæðum við Keilu­fell í Breið­holti er falt fyrir 95,7 milljónir.

Um er að ræða 175 fer­metra hús með fjórum svefn­her­bergjum og tveimur bað­her­bergjum, stórum palli og garði auk garð­hýsis og 28,8 fer­metra bíl­skýli.

Eignin hefur fengið gott við­hald síðast­liðin ár þar sem bað­her­bergi hafa verið endur­nýjuð, nýjar neyslu­vatns­slagnir og nýtt járn og klæðning á þak svo eitt­hvað sé nefnt.

Nánari mál lesa um eignina á fasteignavef Fréttablaðsins.

Að sögn núverandi eiganda er staðsetningin frábær og nefnir þar sérstaklega nálægðina við náttúruparadísina Elliðarárdal sem og göngufjarlægð í alla helstu þjónustu.

Húsið er afar fallegt og vel viðhaldið.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Stofa með harðparketi á gólfi, útgengt út í suðausturgarð með ca 50 fermetra palli.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Stílhreint og nýlega uppgert baðherbergi.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Stór og stílhrein svört eldhúsinnrétting er í eldhúsinu auk borðkróks.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Notarlegur borðkrókurinn í eldhúsinu með fallegri hönnun í kring.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Björt og minimalísk stofa.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fallegt og stílhreint barnaherbergi.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Ný uppgert baðherbergi með flísum í hlýlegum lit.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun