Á Fasteignavef Fréttablaðsins má finna eitt fallegasta sumarhús landsins við Þingvallavatn.

Um er að ræða 159,4 fermetra hús, auk 16 fermetra baðhúss, og bátaskýlis.

Húsið er byggt í grunninn af Arent Claessen, stórkaupmanni árið 1942 og er upprunalega flutt inn frá Bandaríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni.

Húsið er úr rauðviði sem er einstakur harðviður, en trén geta orðið meira en 3000 ára gömul og allt að 100 metrar á hæð samkvæmt lýsingu fasteignarinnar.

Lóðin liggur alveg niður að vatni og í lýsingu segir að hún sé einstaklega skjólsæl.

Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg
Mynd/Borg