Öldu­gata 16 sem er án efa eitt af glæsi­legri og virðu­legri húsum Reykja­víkur er komið í einka­sölu. Húsið er á þremur hæðum og er alls 317,6 fm. sam­kvæmt Þjóð­skrá Ís­lands en er í rauninni 420 fm, þar sem flatar­mál kjallari er ekki inni í fer­metra­tölunni skv. nú­verandi eig­anda.

Húsið, sem stendur á stórri horn­lóð við Öldu­götu og Ægis­götu, er steinað að utan með hrafn­tinnu og silfur­bergi sem gefur því ein­stakt út­lit og yfir­bragð. Mynd­skreytingar eru eftir Grétu Björns­son list­málara.

Trausti fast­eigna­sala sér um sölu hússins. Í ríf­lega 20 ár hafa hús­eig­endur verið dr. Kesara Jóns­son frá Taí­landi, prófessor í grasa­fræði og plöntu­erfða­fræði við Há­skóla Ís­lands, og maður hennar Frið­rik Ragnar Jóns­son verk­fræðingur, for­stjóri al­þjóð­legs fyrir­tækis í pappírs­endur­vinnslu og pappírs­mótun.“

Saga hússins er hluti af sögu Reykja­víkur en eigninni er lýst afar skemmti­lega af Guð­jóni Frið­riks­syni sagn­fræðingi og sér­fræðingi í sögu Reykja­víkur. „Öldu­gata 16 er eitt af all­mörgum glæsi­legum ein­býlis­húsum í Vestur­bæ Reykja­víkur sem Þor­leifur Eyjólfs­son, fyrsti ís­lenski arki­tektinn sem lærði í Þýska­landi, teiknaði.“

Hægt er að sjá frekari upp­lýsingar á fast­eigna­vef mbl.is

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun