Þættirnir The Crown hafa slegið í gegn síðustu árin en nú á dögunum var loksins komið að því sem margir höfðu beðið með eftirvæntingu. Nú erum við komin á þann stað í sögunni sem Díana prinsessa byrjar að setja lit sinn á líf konungsfjölskyldunnar, þegar hún giftist Karli Bretaprins aðeins tvítug að aldri.

Í kjól frá Cathrine Walker og með hatt frá Peter Sommerville í heimsókn sinni til Persaflóaríkjanna árið 1989.

Díana var rómuð fyrir einstakan fatastíl og er oft talað um að hún hafi verið ferskur andblær inn í formfestuna sem einkenndi konungsfjölskylduna. Hún var óhrædd við að prófa sig áfram með skæra og skemmtilega liti og öðruvísi snið. Prinsessan var engu minna glæsileg og frumleg í hversdagslegu fatavali og á hinum fínustu galakvöldum.

Í glæstilegum kjól frá Cathrine Walker, hönnuður sem var i miklu uppáhaldi hjá Díönu, í Ástrali árið 1988.

Díana hélt mikið upp á fatahönnuðinn Cathrine Walker, en talið er að hún hafi sérhannað um þúsund kjóla á Díönu. Hún var lögð til hinstu hvílu árið 1997 í svörtum kjól eftir Walker. Það er hægt að fá frábæran innblástur þegar myndir eru skoðaðar af ekki bara þessu flotta tískuíkoni heldur líka einstöku konu.

Klædd í Versace í Ástralíu ári áður en hún lést, 1996.
Í jakka frá Margaret Howel á leið á tónleika með Genesis árið 1984.
Í flottum galla úr gallaefni með Vilhjálmi og Harry í skíðaferð árið 1994 í Austurríki.
Í hversdagsklæðinaði á Pólóklúbbnum árið 1988.
Í fallegum ljósbláum kjól á viðburði á vegum Vanity Fair árið 1995. Myndir/Getty
Í kjól frá Bruce Oldfield á frumsýningu Bond-myndarinna View to a kill árið 1985.
Í dragt frá Versace og með hatt frá Peter Sommerville árið 1995. Stíllinn minnir óneitanlega á Jackie O.