Ó­trú­legasta fjöl­býlis­hús landsins er lík­lega að finna í Efsta­leiti en þar er nú til sölu sann­kölluð lúxus­í­búð á jarð­hæð.

Á­stæða þess að fjöl­býlis­húsið er hið ó­trú­legasta er að þar er að finna úti­sund­laug, heita potta, gufu­bað, líkams­ræktar­sal, sam­komu­sal, bar, setu­stofu og tóm­stundar­rými með snóker og pool borði.

Þá er hús­vörður til staðar í húsinu, bú­settur í íbúð í eigu hús­fé­lagsins en hann hefur um­sjón með fast­eigninni og veitir að­stoð við íbúa.

Í­búðin sem er til sölu er 157,8 fer­metrar og er hún á jarð­hæð. Henni fylgir bíla­stæði í bíla­kjallara og þá er við hana rúm­góð hellu­lögð verönd út frá sól­stofu sem snýr til suð­vesturs og vesturs, að því er segir á vef fast­eigna­sölunnar.

Fast­eigna­salinn Ingunn Björg Sigur­jóns­dóttir segir í sam­tali við Frétta­blaðið að í­búðinni hafi verið sýndur mikill á­hugi. Hún sé enda stórglæsileg, á besta stað og að­stæður í fjöl­býlinu ein­stakar. Uppsett verð eru 92,9 milljónir króna.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun