Á morgun, laugar­dag, verður mikið um dýrðir á veitinga­staðnum Moss í Bláa Lóninu en þá mun Thibault Jacquet, yfir­vín­fram­leiðandi hinnar virtu vín­ekru, Doma­ine Bonneau du Mar­tray í Côte de Beaune vín­ræktar­héraðinu í Búr­gúnd í Frakk­landi taka á móti gestum.

Moss veitinga­staður Retreat hótelsins í Bláa Lóninu og er þekktur fyrir metnaðar­fullan matar­gerð og þjónustu. Thibault sem er þekktur á sínu sviði mun kynna vín­pörun með sex árs­tíða­bundnum réttum sem Agnar Sverris­son yfir­mat­reiðslu­maður og mat­reiðslu­teymi Moss munu elda fyrir gesti.

Agnar Sverris­son yfir­mat­reiðslu­maður og mat­reiðslu­teymi Moss
Fréttablaðið/Aðsend

Hver réttur verður paraður á fag­legan hátt við ein­staka vínár­ganga en vín­ekran er þúsund ára gömul og er sú eina í Búr­gúnd héraðinu sem fram­leiðir ein­göngu vín frá Grand cru vín­ekrum. Í dag er vín­ekran í eigu Banda­ríkja­mannsins Stanl­ey Kroen­ke, sem einnig á Screaming Eag­le vín­gerðina í Napa-dal í Kali­forníu.

Síðan Agnar tók við sem yfir­mat­reiðslu­maður á Moss árið 2020 hafa margir þekktir Michelin-stjörnu kokkar og vín­þjónar komið til landsins og unnið með honum á veitinga­staðnum. Á síðasta ári komu Michelin-stjörnu kokkarnir Raymond Blanc yfir­mat­reiðslu­meistari Le Manoir aux Quat'Sai­sons og Olli­e Dab­bous, yfir­mat­reiðslu­maður veitinga­staðarins Hide í London.

Á við­burðinum verða nokkur ó­trú­lega mögnuð vín borin fram

„Við höldum á­fram að fá til okkar þekkta mat­reiðslu­meistara, vín­fram­leið­endur og þjóna. Við leggjum mikinn metnað í að fá þessa meistara til landsins og við hlökkum mikið til að taka á móti Thibault Jacquet, fram­kvæmda­stjóra Doma­ine Bonneau du Mar­tray”, segir Agnar.

„Thibault ætlar að fara með okkur í gegnum þá miklu sögu sem býr í vín­ekrunum sem hann stýrir og kynna fyrir okkur rauð­vínin, Corton, og hvít­vínin, Corton Charlemagne Grand Cru. Á við­burðinum verða nokkur ó­trú­lega mögnuð vín borin fram og það hefur verið sönn á­nægja að setja saman ein­stakan sex rétta mat­seðil til að fá sem besta sam­spil matar og vínsins sem í boði er að þessu sinni frá vín­ekrunni.”

Agnar lærði hjá hinum fræga mat­reiðslu­meistara Raymond Blanc á Le Manoir aux Quat'Sai­sons í Bret­landi. Hann stofnaði síðar veitinga­staðinn Texture í London sem fékk Michelin-stjörnu árið 2010 og hélt henni í 10 ár þangað til hann lokaði staðnum og flutti aftur heim á ný.