Við Há­teigs­veg 44 í Reykja­vík stendur ein­stakt hús sem byggt var árið 1950 og býður upp á marga mögu­leika.
Húsið er í dönskum herra­garðs­stíl þar sem dökkur viðurinn fær að njóta sín í flestum rýmum og loftum. Eignin er nú komin til sölu og er á­sett verð 245 milljónir króna.
Um er að ræða hús 479,8 fer­metra hús á þremur hæðum, þar af eru tvær í­búðir á jarð­hæð með sér inn­gangi.

Á aðal­hæð hússins er fimm her­bergja íbúð sem skiptist í tvær stofu, þrjú svefn­her­bergi, eld­hús og bað­her­bergi.
Á efri hæðinni eru sex her­bergi á­samt stúdíó­í­búð með eld­húsi og bað­her­bergi.

Stór garður og lóð er við húsið, tvö­faldur bíl­skúr, sem og næg bíla­stæði.

Nánari upp­lýsingar má finna á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

Húsið er afar fallegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Gluggarnir sem snúa út í garðinn eru margir og frábrugðið því sem sést í dag.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stiginn upp á aðra hæð er mikill og veglegur.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er stórt og notarlegt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Fiskibeina parket er á gólfinu, sem sést oft í dönskum eignum.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Fallegar hurðir skilja á milli borðstofu og stofu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Dökkur og fallegur viðurinn sést í flestum rýmum hússins.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Panellinn í loftinu sést víða og er ansi sjarmerandi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Fallegur og ævintýralegur garður.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun