Elva og Hrafnhildur eru báðar fagurkerar út í fingurgóma og hafa listrænt auga þegar kemur að því að raða upp hlutum og formum og láta ólíka litatóna flæða saman.„Þetta er í fjórða skiptið sem að við Hrafnhildur hjá Blómagallerí hittumst við matarborðið og látum hugmyndaflugið ráða för. Alveg frá okkar fyrstu kynnum, höfum við verið á sömu bylgjulengd er kemur að því að stílisera og skreyta. Við þurfum vart að útskýra með stórum orðum fyrir hvor annarri hvað við erum að hugsa – því oftar en ekki, erum við með samskonar hugmyndir. Að þessu sinni var engin undantekning,“segir Elva og er hin ánægðasta með samstarf þeirra Hrafnhildar.

FB-Ernir211111-jólaborð26.jpg

Elva og Hrafnhildur eru báðar fagurkerar út í fingurgóma og hafa listrænt auga þegar kemur að því að raða upp hlutum og formum og láta ólíka litatóna flæða saman./FRÉTTABLAÐIÐ ERNIR.

Útgangspunkturinn frá dökkalitnum í borðinu

„Eftir að hafa séð borðstofuborðið heima hjá Hinrik, þá vorum við sammála um það að við myndum ekki vilja dúk á borðið – enda er borðið ofboðslega fallegt eitt og sér í dökkum við. Það er engin föst regla um að þurfa setja dúk á borðið, þó að um stórhátíð sé að ræða eins og jólin. Glamúrinn og glæsileikann má einnig finna í annars konar borðskreytingum, blómum, leirtaui eða kertum. Hér tókum við útgangspunkt frá dökka litnum í borðinu með því að fara út í hvítt/brúnleitt matarstell, mosa og grænar plöntur, gyllta díteila og hör servíettur skreyttar með ljósum tauborða,“segja þær stöllur Elva og Hrafnhildur.

FB-Ernir211111-JÓLABORÐ 24.jpg

Takið eftir fallegu droplaga diskunum og skálunum, formin gleðja

augað og brjóta hið hefðbundna mynstur. ERNIR.

Droplaga diskar og skálar í forgrunni

„Bakó Ísberg voru svo vinsamleg að bjóða okkur að koma og velja matarstell fyrir þáttinn og valdi ég þar hvíta dropalaga diska og skálar til að brjótast aðeins út úr norminu. Ásamt litlum hliðarskálum sem henta sérlega vel undir salt fyrir hvern og einn matargest, eða jafnvel undir litla gyllta konfektmola eins og við sjáum í þessu tilfelli. Hrafnhildur fullkomnaði svo borðið með æðislegum mosakúlum og þykkblöðungum sem eru ótrúlega fallegir á matarborðið og mynda ævintýralega stemningu – næstum eins og lítill skógur. Við ákváðum síðan að leyfa kertum og blómum að flæða um allt borðið í stað þess að stilla því sérstaklega upp fyrir miðju eða á sitthvorn endann. Þegar maturinn var borinn á borð, þá raðaðist hann skemmtilega upp inn á milli skreytinganna og gerði borðið enn meira girnilegt,“segir Elva.

Gaman að brjótast út úr fasta rammanum

„Það er gaman að brjótast út úr fasta rammanum og prófa eitthvað nýtt – þá form, liti sem og aðrar skreytingar. Hátíðarborðið er eitt það „stærsta“ á árinu, og það er algjör óþarfi að setja of mikla pressu á sjálfan sig með skreytingar – heldur fylgja eigin hjarta og finna út hvað þér líður best með, sækja innblástur hjá öðrum, en umfram allt að hafa gaman að,“segir Hrafnhildur að lokum.

FB-Ernir211111-ELVA-21.jpg

Gylltir díteilar koma sterkir inn á móti jarðlitunum og mynda þenna

hátíðleika./FRÉTTABLAÐIÐ ERNIR.

FB-Ernir211111-ELVA 22.jpg

Þykkblöðungar og mosi ásamt lifandi blómum koma sterkt inn á hátíðarborðinu hjá þeim stöllum./FRÉTTABLAÐIÐ ERNIR.

FB-Ernir211111-Elva-23.jpg

FB-Ernir211111-Elva-20.jpg

Töfrum líkast þegar sólin skín í gegnum fegurðina þar sem skreytingarnar brjótast fram úr honu hefðbundna./FRÉTTABLAÐIÐ ENRIR