Ein­býlis­hús á þremur pöllum með fimm svefn­her­bergjum á ein­stökum stað á Egils­stöðum er til sölu. "Eins og sveit í miðjum bænum" segir fast­eigna­salan Inni sem hefur húsið á sinni skrá.

Húsið þarfnast ýmis­konar við­halds og endur­bóta en ekki hefur verið búið í því síðast­liðin ár og er þekking seljanda á á­standi tak­mörkuð. Það er því skorað á alla á­huga­sama að skoða húsið vel, og fram­kvæma skoðun með fag­manni.

Húsið telur 243,9 fer­metra og er hannað af Sigurði Kjartans­syni arki­tekt. Húsið er stað­steypt og stendur á 1.148 fer­metra lóð á ein­stökum stað með trjá­gróðri allt í kring.

Búið er að endur­nýja þakkant, þak­rennur og niður­föll og þá hefur þak hússins verið yfir­farið og við­gert.

Tvö bað­her­bergi eru í húsinu, bæði með flísar á gólfi, auk salernis­að­stöðu og sturtum í kjallara. Aðal­bað­her­bergi hússins er flísa­lagt í hólf og gólf, þar er horn­bað­kar, hand­klæða­ofn og ágæt inn­rétting.

Fimm svefn­her­bergi eru í húsinu, þar af fjögur parket­lögð. Úr for­stofu er farið í kjallara. Þar er baðað­staða, sauna, sturta og salerni.

Ný­lega var gert við þakið á húsinu.

Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala
Mynd/InniFasteignasala