Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelpur stofnaður á Íslandi. Þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði í sífellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum.

Guðjón Ragnarsson leikstjóri segir sögu 8 til 13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi en svona lýsir hann heimildarmynd sinni Hækkun rána sem var sýnd á kvikmyndahátínni Skjaldborg í júní.

Guðjón fylgdi liðinu eftir í eitt ár fyrir gerð heimildarmyndarinnar. Eitt ár er sannarlega langur tími í lífi barns og Guðjón fylgdist með stúlkunum sautján fara í gegnum mikið þroskaferli.

„Ég eignaðist bara sautján litlar systur. Þú getur ímyndað þér hvernig það er. Tilfinningarnar og kærleikurinn sem varð til á þessum tíma var rosalegur,“ segir Guðjón sem ræddi við Hringbraut í þættinum Spjall við listamenn á Skjaldborg.

Trailer: RAISE THE BAR - with English subtitles - 1,30 mins - Documentary film by Guðjón Ragnarsson from Pystymetsä Oy on Vimeo.

Um er að ræða stuttan viðtalsþátt þar sem rætt er við skipuleggjendur og leikstjóra sem áttu myndir á hátíðinni.

„Ég fékk að fylgjast með þeim í svo erfiðum aðstæðum og lílka þegar þær blómustruðu. Ég sá allan skalann og það var gjöfin við þetta allt saman.“

Hér fyrir neðan má sjá stutta klippu úr spjallinu við Guðjón.