Viktor Ingi Guðmundsson tónskáld hefur útsett fyrsta erindi ljóðsins „Hlýðum Víði“ eftir Harald Haraldsson. Viktor birti myndbandið í dag á Facebook-síðunni „Syngjum veiruna í burtu“ þar sem hann söng lagið í eins manns kvartett.

Myndbandið hefur sannarlega slegið í gegn en einungis klukkutíma eftir að það var birt voru komnar rúmlega 50 athugasemdir við færsluna og var búið að deila henni mörgum sinnum. Tæplega 400 manns hafa líkað við færsluna og bætast fleiri inn á hverri sekúndu.

Tónskáldið sendi Fréttablaðinu nóturnar.
Mynd/Viktor Ingi

Viktor segist stökkva vanalega á hugmyndir þegar þær gefa sig fram. „Þetta datt nú bara saman á einni kvöldstund. Seint á kvöldi laugardags,“ segir Viktor í samtali við Fréttablaðið. Hann stundaði Tónsmíðar bæði við Listaháskóla Íslands og Berkle College og Music Valencia og hóf nýverið nám við Söngskóla Sigurðar Demetz.

Hann vinnur sem hljóðrænn stjórnandi og tónskáld hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Myrkur Games. Einnig hluti af syntha-popp bandinu Lonely Arrow Girl með. Brimrúnu Birtu Friðþjófsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið ásamt ljóði Haralds í heild sinni.