Breskt barn sem fæddist í síðasta mánuði hefur fengið lúxussnekkju að gjöf frá foreldrum sínum, sem og fataskáp fullan af rándýrri merkjavöru. Umrædd snekkja er metin á 2.5 milljónir sterlingspunda, en það jafngildir tæplega 400 milljónum króna.

Drengurinn, sem ber nafnið Romeo Tarquin, fæddist þann tólfta ágúst og síðan hafa feður hans heldur betur dekrað hann.

„Við vorum að eyða 2.5 milljónum í snekkju handa Romeo, og við nefndum hana í höfuðið á honum.“ segir annar faðir barnsins, Barrie Drewitt-Barlow, í samtali við The Sun, sem fjallar um málið. Haft er eftir honum að þeir vilji að hann fái jafngott forskot í lífinu og önnur börn. „Við ætlum auðvitað að gefa honum gott samansafn af hlutum sem við getum gefið honum á næstu árum,“

Líkt og áður segir hefur ungabarnið einnig fengið fataskáp að gjöf frá foreldrum sínum, og segja þeir að hann sé uppfullur af allri þeirri merkjavöru sem hægt væri að dreyma um.

„Burberry, Versace, Dior, Tommy Hilfiger, Ralph Lauren, ef merkið selur barnaföt þá erum við búnir að kaupa þau,“ segir Drewitt-Barlow.

Þá fullyrðir hann að tveggja ára gömul systir drengsins, Valentina, sé ekki afbrýðisöm, enda sé hún sjálf gríðarlega dekruð. „Hún er með sinn eigin einkakokk, heilt herbergi fullt an nýjustu leikföngunum, pössunarpíu í fullri vinnu og heilt teymi sem sér um allar hennar þarfir, þar á meðal hársnyrti í fullri vinnu sem sér um hárið hennar á hverjum degi.“ segir faðirinn.