Einn var með fyrsta vinning í Lottó í gær og vann heilar 36 milljónir króna. Miðaeigandinn er með miða í áskrift. Þrír skiptu með sér bónusvinningi og fá hver tæpar 400 þúsund krónur. Tveir þeirra miða voru í áskrift og sá þriðji var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni.

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.