Stál­heppinn miða­eig­andi fer heldur betur sáttur inn í helgina eftir að hann var einn með allar tölur réttar í Lottó-út­drætti vikunnar en fyrir vikið fær hann 54 milljónir króna í vinning.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá var miðinn keyptur í N1 Há­holti í Mos­fells­bæ.

Þá voru tveir heppnir miða­eig­endur með allar tölur í réttri röð í Jóker og fá því hvor um sig tvær milljónir króna fyrir vikið en annar miðinn var í á­skrift og hinn á lotto.is.

Fimm voru með fjórar tölur í réttri röð og fá því 100 þúsund krónur hver. Fjórir miða­hafar skiptu síðan með sér bónus­vinningnum og fá því rétt rúmar 198 þúsund krónur hver.

Fyrr í vikunni datt annar Íslendingur í lukkupottinn þegar hann hlaut stærsta lottó-vinning Íslandssögunnar en um var að ræða rúmlega 1,2 milljarða vinning í Víkingalottói.

Ekki er ólíklegt að í ljósi tíðindanna af vinning hins heppna í vikunni hafi haft einhver áhrif á kaup á lottómiðum hér á landi.