Áhrifavaldaskvísurnar í LXS- hópnum lögðu af stað til London í Bretlandi með flugfélaginu Play air í morgun þar sem þær ætla að verja helginni.

Hópurinn samanstendur af nokkrum af vinsælustu áhrifavöldum landsins, þeim Birgittu Líf Björnsdóttur, Sunnevu Eir Einarsdóttur, Magneu Björg Jónsdóttur, Ínu Maríu Norðfjörð, Kristínu Pétursdóttur og Hildi Sif Hauksdóttir.

Stelpurnar sýndu frá þaulskipulögðu ferðaplani á Instagram í morgun, þar sem ferðin byrjaði á að hittast klukkan hálf fjögur í Garðabæ til að samferða upp á flugvöll.

Þess má geta að þær kunna að ferðast á þægilegan máta, en þær voru allar klæddar í smart joggingalla.

Móttökurnar í London virtust með þeim betri, en þær voru sóttar af einkabílstjóra sem bauð þeim upp á freyðivín og súkkulaði.

Það verður spennandi að fylgjast með ferð stelpnanna um helgina, en þær gista á fimm stjörnu hótelinu, The Londoner, við Leicester torgið.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot