María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum. María er mikill sælkeri og segist alltaf hafa haft gaman af því að reyna fyrir sér í eldhúsinu og fáum við að birta úrval uppskrifta úr fórum hennar.

María birtir reglulega uppskriftir á vefsíðu sinni paz.is

Penne pasta Titu Paz

Sirka 500-600 g grísahakk

250-350 g ósoðið penne pasta

1/2 hótel laukur (þessi risastóri) eða 1-2 venjulegir laukar smátt skornir

1 geiralaus hvítlaukur eða 4-6 hvítlauksrif marin

1 græn papríka smátt skorin

Pasta sósa í krukku að eigin vali

2 msk ólífuolía

salt og pipar

María notar grísahakk í uppskriftina og segir það passa henni sérlega vel en eins má nota svínahakk.

Saxið laukinn mjög smátt niður og papríkuna líka.

Merjið hvítlaukinn.

Setjið vatn í pott og saltið það mikið að það verði eins og sjóvatn.

Látið vatnið byrja að sjóða og setjið þá penne pastað út í og sjóðið í 10 mínútur eða eins og stendur á pakka.

Setjið olíu á pönnu og stillið á hæsta hita.

Þegar olían er orðin vel heit lækkið þá hitann niður og setjið lauk, hvítlauk og papríku á pönnuna.

Passið að steikja ekki þannig brúnist heldur bara við vægan hita þannig soðni í olíunni og verði mjúkt.

Saltið og piprið.

Þegar grænmetið er orðið mjúkt setjið þá hakkið út á og saltið vel og piprið aftur.

Hækkið hitann á pönnunni aðeins og hrærið vel á meðan hakkið er að steikjast í grænmetinu.

Þegar hakkið er til og pastað soðið, sigtið þá vatnið frá pastanu og setjið beint út á pönnuna án þess að skola pastað - það má ekki.

Bætið svo við pastasósunni og blandið vel saman.

Gott er að bera þetta fram með fersku salati og hvítlauksbrauði

Þrátt fyrir að vera hversdagslegur og einfaldur er rétturinn sérlega gómsætur.