Við Prest­húsa­braut 24 á Akra­nesi stendur ein­býlis­hús á tveimur hæðum sem er um þessar mundir til sölu og fæst fyrir 39.5 milljónir.

Húsið hefur að geyma for­stofu, her­bergi, bað­her­bergi, þvotta­hús og fleira. Það sem er þó sér­stak­lega at­huga­vert varðandi húsið er eld­hús þess. Þar má sjá hvernig eld­hús­inn­réttingin hefur verið út­búin með myndum af Royal búðing pakkningum. Fyrir ofan elda­vélina, í svo­kallaðri krydd­hillu má síðan sjá margar mis­munandi pakkningar af Royal búðing, lyfti­dufti og fleira.

Fyrir ofan eldavélina má sjá margar tegundir af Royal búðingum.

Lík­lega er nú­verandi eig­andi hússins því sér­stakur á­huga­maður varanna sem fást frá Royal. Hægt er að skoða allar myndir af húsinu á fast­eigna­vef Mbl.is

Eldhúsinnréttingin hefur verið útbúin með myndum af Royal búðing.
Mynd/Fasteignasalan Hákot/Mbl

Það er þó ekki bara eldhúsið sem er glæsilegt. Svefnherbergið er einnig afar vel heppnað.