Glæsilegt einbýlishús í búgarðsstíl í Svarfaðardal er nú til sölu á 79,9 milljónir. Húsið er umlukið gróðri og því fylgir gróðurhús og hænsnakofi ásamt bústofni.
Fram kemur í auglýsingu Fasteignasölu Akureyrar á fasteignavef Fréttablaðsins að um sé að ræða „afar gott og vandað einbýlishús á vel gróinni og ræktaðri lóð í einum fegursta dal landsins“ sem sé Svarfaðardal, skammt frá Dakvík.
Það sé byggt fyrir sextán árum, 170 fermetrar og fimm herbergja með bílskúr. Það standi á 2.043 fermetra leigulóð í eigu Dalvíkurbyggðar.
„Húsið er staðsett í nágrenni Dalvíkur, nokkurra mín. Akstur og tveggja mínútna akstur á skemmtilegan 9 holu golfvöll golfklúbbsins Hamars,“ segir í auglýsingu Fasteignasölu Akureyrar á fasteignavef Fréttablaðsins þar sem hægt er að sjá nánari upplýsingar um húsið.

















