Við Hnotuberg í Hafnarfirði er fallegt 190 fermetra einbýlishús á einni hæð falt fyrir tæpar 120 milljónir.
Heilsuberg eins og það er kallað er með frábæra líkamsræktaraðstöðu ásamt heitum og köldum potti í stórum bakgarði.
Eignin samanstendur af eldhúsi, stofu, sólstofu, fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum þvottahúsi og stórum bílskúr.
Góð lofthæð er í flestum rýmum eignarinnar sem er björt og vel skipulögð.
Nánar um eignina á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Stofa er við hlið sólstofu, rúmgóð með parketdúk á gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Borðstofa mjög rúmgóð og björt með töluverðri aukalofthæð og parket á gólfi með útgengi á efri pall.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Ávallt huggulegt að setjast við logandi arininn.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Eldhús var endurnýjað 2021 með innb. uppþvottavél og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Sérsmíðaður eldhúshornbekkur í eldhúskrók.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Bílskúr er rúmgóður með steyptu máluðu gólfi og er í dag innréttaður sem heilsurækt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun