Fal­legt ein­býli frá árinu 1948 á horni Hof­teigs og Gullt­eigs í Reykja­vík er til sölu. Á­sett verð fyrir eignina eru 179,9 milljónir.

Um er að ræða 270.6 fer­metra hús á þremur hæðum, með tveimur sam­þykktum í­búðum sem verið er að selja saman.

Þegar inn í húsið er komið er líkt og að fara aftur í tímann. Retro húsgögn, innréttingar og fagur rautt teppi setur svipinn á rýmið og öðruvísi en flestir eru vanir að sjá í dag. Á stiganum er fal­legt smíða­járns­hand­riði og í stiga­gangi er hár og tígu­legur gluggi.

Á fyrstu hæð hússins er stofa, borð­stofa, eld­hús og fata­her­bergi.

Á annarri hæð er hjóna­her­bergi, tvö barna­her­bergi, tvö önnur fata­her­bergi og bað­her­bergi með bað­kari og sturtu.

Í kjallaranum er sér full­búin þriggja her­bergja íbúð með rúm­góðu hjóna­her­bergi, for­stofu­her­bergi, stofu, eld­húsi, þvotta­húsi og bað­her­bergi með sturtu.

Í lýsingu eignarinnar á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins segir að gengið sé inná fyrtu og aðra hæð frá Hof­teigi, en inn í kjallarann frá Gullt­eigi, þar sem jafn­framt er sér inn­keyrsla fyrir húsið og gert ráð fyrir bíl­skúr.

Þá er stutt í alla helstu þjónustu, Laugar­dalinn og mið­bæ Reykja­víkur.

Skolp og raflagnir er búið að endurnýja.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Fagur rautt teppi liggur upp allan stigann.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Borðstofan er stór, með dúk á gólfi og innangengt inn í eldhús og stofu.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergi sem er mjög stórt með dúk á gólfi. Hægt er að skipta þessu herbergi niður og fá 2 minni herbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Forstofa er stór, teppalögð og tengir saman öll herbergi á hæðinni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stofa er stór, með dúk á gólfi, útbyggðum glugga og stóru dyraopi inn í borðstofu
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi, stórt, með tvöfaldum vaski, klósetti, baðkari og sér sturtu og dúkaflísum á gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Þvottahús með hillum og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Mynd/Fasteignaljósmyndun