Glæsilegt einbýlishús við Holtsbúð í Garðabæ er nú falt fyrir 180 milljónir króna.

Um er að ræða 280 fermetra eign á tveimur hæðum, auk 75 fermetra tveggja herbergja íbúð á neðri hæðinni.

Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt ásamt því að Rut Káradóttir innanhúsarkitetk kom að endurnýjun á baðherbergjum og litavali í húsinu.

Húsið er fallega innréttað með hvítum og dökkum innréttingum auk þess eru jarðlita tónar ráðandi í innbúinu og setja grænar plöntur punktinn yfir i-ið.

Falleg hönnun leynist víða og má þar nefna Flos 2097/30 ljósakrónu, Flos Arco lampa og ljósgráan svan hannaður af Arne Jacobsen.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Bakgarðurinn er stór með pöllum og heitum potti.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Rúmgott hol en þaðan er opið inn í eldhús
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er með hvítum innréttingum, vönduðum nýjum tækjum og góðu útsýni til norðurs.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Stofan er rúmgóð með útgengi á verönd.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Rúmgott og stílhreint baðherbergi sem er hannað af Rut Kára.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Bjart og hlýlegt hjónaherbergið.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Sjónvarpsstofan er notarleg í mildum litatónum.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Stofan er stílhrein með smart mublum.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun
Arininn í stofunni setur sterkan svip á heildarmyndina.
Fréttablaðið/Fasteignaljósmyndun