Einar Þor­steins­son, frétta­maður RÚV, og Milla Ósk Magnús­dóttir, að­stoðar­maður mennta- og menningar­mála­ráð­herra, gengu í það heilaga síðast­liðinn föstu­dag.

Til stóð að brúð­kaupið færi fram í dag með pompi og prakt en heims­far­aldur kom í veg fyrir það og það ekki í fyrsta sinn. Upp­haf­lega átti veislan að fara fram á Spáni næst­komandi októ­ber en á­kveðið var að halda hana á Ís­landi vegna um­rædds vá­gests.

Veisla enn í kortunum

„Í dag ætluðum við Milla Ósk Magnús­dóttir að giftast og halda stóra veislu í Borgar­firðinum. En plönin breyttust ör­lítið,“ skrifar Einar á Face­book síðu sinni í dag.

„Við giftum okkur í staðinn með dags fyrir­vara síðasta föstu­dag með nánustu fjöl­skyldu. At­höfnin var ein­stak­lega yndis­leg og við erum ó­skap­lega hamingju­söm.“

Fjöl­miðla­maðurinn ný­gifti kveðst þó ekki vera búin að gefast upp á veislu­höldunum enn. „Við höldum svo brúð­kaups­veisluna þegar að­stæður leyfa.“