Með aukinni fjölbreytni í matarvali á heimilum getur þó verið vandasamt að velja matargjafir sem að henta ólíkum þörfum heimilismeðlima. Því bregða sífellt fleiri fyrirtæki á það ráð að gefa gjafakort í matvöruverslunum.

„Við höfum séð tugprósenta aukningu í sölu á gjafakortunum hjá Hagkaup síðustu árin, bæði til einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna. Með aukinni meðvitund um matarsóun eru fyrirtæki í auknum mæli að velja gjafarkortin í stað hefðbundinna matarkarfa. Með því að gefa kortin þá eru fyrirtæki í raun og veru að halda í hefðina og létta róður heimilanna við innkaup fyrir jólin en í senn að lágmarka sóun og gefa einstaklingum val um hvað þeir vilja hafa í sínu veisluborði. Gjafakort Hagkaups hentar ekki bara sælkeranum heldur einnig þeim sem að vilja gleðja sig með snyrtivöru eða gleðja yngstu heimilismeðlimina með skemmtilegu spili eða leikföngum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Hagkaup og ætti því gjafakort að vera gjöf sem að gleður bæði stóra og smáa,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaup.