Við Efstaleiti 12 í Reykjavík er sérlega skemmtileg 138,6 fermetra íbúð til sölu fyrir 99,8 milljónir krónur.

Um er að ræða hús frá árinu 1985 þar sem íbúar hafa aðgengi að sundlaug, heitum pottum, þurrgufu, snókerstofu og húsverði, sem þykir afar sjaldséð sjón í fjölbýli nú til dags.

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, stórar og rúmgóðar stofur auk þess er fallegt útsýni til fjalla og sjávar.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Falleg hurð skilur borðstofuna frá ganginum.
Fréttablaðið/Pálsson
Síldarbeinaparket er á gólfinu sem er alltaf klassískt.
Fréttablaðið/Pálsson
Útgengt er á svalilr úr hjónaherbergi.
Fréttablaðið/Pálsson
Fréttablaðið/Pálsson
Opið er milli eldhús, borðstofu og stofu.
Fréttablaðið/Pálsson
Aðgengi a sundlaug og heitum pottum fyrir íbúa.
Fréttablaðið/Pálsson
Fréttablaðið/Pálsson
Þurrgufa er í húsinu.
Fréttablaðið/Pálsson