Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist í dag dóttur með unnusta sínum Frederik Aegidius, sem einnig er afar þekktur Crossfit-kappi.

Parið tilkynnti um fæðinguna í færslu á Instagram-reikningi Annie.

„Þú ert allt sem við gátum óskað okkur," skrifar Annie í hjartnæmri færslu og er óhætt að segja að heillaóskunum rigni inn.

Anníe slakaði ekkert á æfingum á meðan meðgöngunni stóð enda stefnir hún ótrauð á að keppa á heimsleikunum í Crossfit á næsta ári.

Þar hefur hún verið sigursæl en hún varð heimsmeistari í Crossfit 2011 og 2012 og varð í 2. sæti á heimsleikunum 2010 og 2014.

Fréttablaðið óskar foreldrunum innilega til hamingju með frumburðinn!