Trinity The Tuck, ein af frægustu dragdrottningum Bandaríkjanna og sigurvegari í Ru Paul's Drag Race All Stars raunveruleikaþáttunum er stödd á Íslandi.
Dragdrottningin greinir sjálf frá þessu á Twitter síðu sinni. Trinity er hér í tilefni af Hinsegin dögum í Reykjavík og kemur meðal annars fram í Gamla bíó á föstudag.
Trinity er ekki fyrsta Ru Paul's Drag Race stjarnan til að koma til Íslands en fyrr á árinu sótti Trixie Mattel landið heim og árið 2019 mætti Bianca Del Rio.
Trinity tók þátt í Ru Paul's Drag Race og komst ansi langt þar en frægðarsól hennar skein líklega hæst þegar hún kom, sá og sigraði fjórðu seríu af Ru Paul's Drag Race All Stars - þar sem bestu og skemmtilegustu dragdrottningarnar mæta til leiks.
She is here pic.twitter.com/gxxpLfT9zj
— #kermittherunner (@Lat1no3251Juan) August 4, 2022