Trinity The Tuck, ein af frægustu drag­drottningum Banda­ríkjanna og sigur­vegari í Ru Paul's Drag Race All Stars raun­veru­leika­þáttunum er stödd á Ís­landi.

Drag­drottningin greinir sjálf frá þessu á Twitter síðu sinni. Trinity er hér í til­efni af Hin­segin dögum í Reykja­vík og kemur meðal annars fram í Gamla bíó á föstu­dag.

Trinity er ekki fyrsta Ru Paul's Drag Race stjarnan til að koma til Íslands en fyrr á árinu sótti Trixie Mattel landið heim og árið 2019 mætti Bianca Del Rio.

Trinity tók þátt í Ru Paul's Drag Race og komst ansi langt þar en frægðar­sól hennar skein lík­lega hæst þegar hún kom, sá og sigraði fjórðu seríu af Ru Paul's Drag Race All Stars - þar sem bestu og skemmti­legustu drag­drottningarnar mæta til leiks.