Elon Musk, eig­andi Tesla og SpaceX, eignaðist tví­bura með stjórnanda fyrir­tækisins Neura­link, fyrir­tækis í hans eigu. Því er nú vitað til þess að hann eigi níu börn. Sky News greinir frá þessu.

Sky News vitnar í dóms­gögn sem birt voru í apríl. En sam­kvæmt þeim vill Musk að börnin beri sitt nafn sem eftir­nafn og nafn móður barnanna sem milli­nafn. Dómari í Texas sam­þykkti beiðnina í maí.

Því er nú vitað til þess að Elon Musk eigi níu börn. Tvö þeirra eru með fyrr­verandi kærustu hans, söng­konunni Gri­mes. Hann á síðan fimm börn úr sínu fyrsta hjóna­bandi, en þá var hann giftur konu að nafni Justine Wil­son.

Tví­burarnir bættur því í stóran barna­hóp. Shivon Zilis, stjórnandi Neura­link, eignaðist börnin í nóvember árið 2021, einungis nokkrum vikum áður en Gri­mes átti annað barn parsins.

Sam­kvæmt Sky News var parið að hætta saman þegar Gri­mes átti seinna barnið.