Car­ter Reum, eigin­maður og barns­faðir Paris Hilton, yfir­gaf dóttur sína skömmu eftir fæðingu hennar og hefur ekki talað við hana síðan.

Stúlkan er í dag tíu ára og sögð efast um að hún muni nokkurn tíma hitta föður sinn. Mail On­line fjallar um þetta og hefur eftir heimildar­manni sem er ná­tengdur móður stúlkunnar, raun­veru­leika­stjörnunni Lauru Belizzi.

Car­ter og Paris til­kynntu á dögunum að þau hefðu eignast dreng með að­stoð stað­göngu­móður. Þetta er þó ekki fyrsta barn Car­ters því hann eignaðist dótturina Evie fyrir ára­tug.

Í um­fjölluninni kemur fram að hann hafi verið við­staddur fæðinguna, tekið dóttur sína í fangið og kysst hana á ennið áður en hann rétti barns­móður sinni hana og gekk út. Dóttir hans hefur ekki séð né heyrt frá honum síðan.

Að sögn heimildar­manns óttast Evie að faðir hennar muni hafna litla bróður hennar, alveg eins og hann gerði við hana fyrir ára­tug. Þó hann greiði með­lag á hverjum mánuði, þá kemur það ekki í stað þess að eiga föður.

„Car­ter hefur ekki einu sinni viður­kennt Evie eða gefið henni af­mælis­gjöf eða jóla­gjöf,“ sagði heimilda­maðurinn. Að hans sögn er Evie alveg sama, hún vill bara vera í sam­bandi við pabba sinn.

Meðal þess sem Evie hefur reynt til að ná sambandi við hann er að skrifa bréf til hans. Í bréfinu biður hún pabba sinn um að fá að vera hluti af lífi hans og að fá tækifærið til að kynnast fjölskyldunni hennar. Heimildarmaðurinn segir að Reum hafi ekki svarað bréfinu.

Bréfið sem Evie sendi pabba sínum.
DailyMail.com

Reum og Hilton hafa ekki enn svarað fyrir þessar á­sakanir.