Tón­listar­maðurinn Tra­vis Bar­ker, eigin­maður raun­veru­leika­stjörnunnar Kourt­n­ey Kar­dashian, var fluttur í skyndi á sjúkra­hús í gær.

Ekki liggur fyrir hvað kom upp á en dóttir Bar­kers, Ala­bama Luella Bar­ker, óskaði eftir því á Insta­gram að fólk myndi biðja fyrir honum.

Bar­ker, sem gerði garðinn frægan sem trommu­leikari hljóm­sveitarinnar Blink-182, er sagður hafa farið á West Hills-sjúkra­húsið í Los Angeles í gær­morgun. Læknar virðast hafa metið á­stand hans al­var­legt því hann var fluttur með sjúkra­bíl á Cedars Sinai-sjúkra­húsið með eigin­konu sína sér við hlið.

Að­eins er rúmur mánuður síðan Kourt­n­ey og Tra­vis gengu í hjóna­band á Suður-Ítalíu að við­stöddum nánustu vinum og fjöl­skyldu.