Mila Kunis lét vinkonu sína Reece Witherspoon vita að henni fyndist vandræðalegt að horfa á hana ásamt eiginmanni sínum Ashton Kutcher á rauða dreglinum er þau kynntu nýjustu mynd sína Your Place or Mine sem komin er út á Netflix.
Vandræðalegheitin voru þó ekki sprottin af öfundsýki heldur fremur að Kunis fyndist eins og engin tenging væri á milli Witherspoon og Kutcher. Nokkuð sem verður að teljast óvenjulegt milli stjarna sem eru að kynna rómantíska gamanmynd saman.
Witherspoon sagði frá þessu í viðtali við Today. „Hún [Mila Kunis] lét okkur vita af þessu í tölvupósti sem hún sendi á mig,“ sagði Witherspoon. „Hún lét okkur vita að henni fyndist við líta út fyrir að vera hálf feiminn á rauða dreglinum.“

Kutcher og Kunis hafa verið gift síðan 2015 en Kunis og Witherspoon hafa verið vinkonur í fjöldamörg ár.
„Þetta var allt saman mjög skemmtilegt þar sem ég hef þekkt hana [Kunis] svo lengi og það var gaman að kynnast makanum hennar betur,“ sagði Witherspoon um samstarf hennar og Kutcher við tökur myndarinnar. „Hann er algjör fagmaður og virkilega fyndinn, algjör kjáni. Við skemmtum okkur mjög vel.“