Coleen Rooney, eiginkona fótboltamannsins heimsþekkta Wayne Rooney, opinberaði á Instagram aðgangi sínum að hún hafi nú áttað sig á hver væri að leka upplýsingum í slúðurblöð sem hún birti á sínum lokaða aðgangi.Segir hún að það sé Rebekah Vary, eiginkona Jamie Vardy, leikmanns Leicester City.

Coleen segir að þetta hafi fengið mikið á hana. Hún hafi brugðið á það ráð að birta ósannindi en stilla færslurnar á þann máta að einungis Rebekah sæi þær. Allar færslurnar sem hún deildi á þennan máta rötuðu á síður slúðurtímaritsins The Sun. Tímaritið hefur nú fjarlægt færslur af heimasíðu sinni sem nú hefur verið opinberað að hafi verið ósannindi, meðal annar um að flætt hafi inn í kjallarann á heimili Rooney-hjóna.

Wayne og Jamie eru báðir í enska landsliðinu
Mynd/Nordic Photos

Rebekah, sem er barnshafandi, er stödd í Dubai í fríi. Hún hefur neitað öllum ásökunum og segir aðra hafa aðgang að Instagram reikningi sínum. Hún segist hrygg að Coleen hafi ekki hringt í hana fyrst og þær hafi þannig getað rætt þetta í næði. Fyllyrðir Rebekah að margir blaðamenn geti vitnað um að hún hafi ekki gerst sek um að leka fréttum eða slúðra um Coleen. Sögusagnir herma að Wayne hafi varað Jamie við Rebekuh árið 2016.

Rooney hjónin hafa verið á milli tannana á fólki og vinsælt umfjöllunarefni slúðurblaðanna í Bretlandi. Er það þó oftast vegna hegðunar Wayne sem hefur ósjaldan verið sakaður um að hafa reikul augu og sönnur hafa verið færðar fyrir því að hann hafi átt vingott við aðrar konur en eiginkonuna. Hann hefur svo nokkrum sinnum verið handtekinn af lögreglu fyrir drykkjulæti. Coleen hefur öllum að óvörum staðið með manni sínum í gegnum þykkt og þunnt í þau sautján ár sem þau hafa verið saman, þrátt fyrir vesenið eiginmanninum.

Færslan sem Coleen birti á Instagram og opinberaði að Rebekah ætti í sök.