Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi eiginkona hans Ragnhildur Sveinsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Fossvogi á sölu. Sett verð eru 150 milljónir en fasteignamat eru tæpar 138 milljónir.
Um er að ræða bjart og fallegt sex herbergja, 233,5 fermetra einbýlishús á einni hæð. Húsið stendur við opið útivistarsvæði í Fossvoginum og er því hægt að njóta útsýnisins þrátt fyrir að húsið sé ein hæð.
Eiður og Ragnhildur skildu árið 2017 eftir að hafa verið gift í 23 ár. Árið áður óskaði Tollstjórinn í Reykjavík eftir nauðungarsölu á einbýlishúsi knattspyrnumannsins. Eiði tókst hins vegar að gera upp skuldina svo húsið var áfram í eigu hjónanna.

