Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og kærasta hans Thelma Gunnarsdóttir nefndu son sinn í gær, Patrik Ploder. Þetta kemur fram Instagram-færslu Egils í gærkvöldi.

Sonurinn kom í heiminn 10. maí síðastliðinn og er fyrsta barn þeirra beggja.

Heillaóskum rignir yfir parið í athugasemdum undir myndinni af syninum og foreldrum hans sem virðast í skýjunum með nafngiftina.