Í dag er viðeigandi að hugsa um laglínununa;  „Þú komst við hjartað í mér“ ...

Textabrotið sem við Íslendingar þekkjum vel í flutningi Högna og Páls Óskars. 

Orð sem við tengjum ástinni og á vel við um parið sem játaðist hvort öðru í dag. 

Öll heimsbyggðin fylgdist með því þegar ungur maður gekk að eiga konuna í lífi sínu – hann breskur prins, hún bandarísk leikkona. 

Það gildir engu hver á í hlut, ástin er jafn sönn og hrein.

Ástarsaga Meghan Markle og Harry Bretaprins, syrgjandi sonar Díönu prinsessu, hefur verið í kastljósi fjölmiðla síðustu misseri. 

Þessi fyrrum villiköttur breskur hirðarinnar hefur loks fundið samastað í tilverunni, og það í örmum fráskilinnar bandarískrar leikkonu, sem er honum þremur árum eldri og af blönduðum kynþætti. 

Tákn nýrra tíma, hefði verið óhugsandi áður.

Sameiginlegur kunningi þeirra beggja taldi að þau væru sálir sem ættu samleið í tilverunni og kom þeim á stefnumót sem breyttist fljótt í ástarsamband.

Parið hittist fyrst í júlí árið 2016, og í nóvember sama ár bað prinsinn fjölmiðla grið fyrir ástkonu sína, hann þekkti afleiðingar ágangs þeirra of vel.

Leikkona Meghan Markle er þremur árum eldri en eiginmaður hennar, hún er einkadóttir foreldra sinna sem eru fráskilin. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rachel í sjónvarpsþáttaseríunni Suits, en hún heitir einmitt Rachel Meghan Markle.

Athöfnin í dag bar keim af menningarheim beggja og þar mættust bræðraveldin Bretland og Bandaríkin.

Athöfnin var persónuleg og algjörlega á forsendum brúðhjónanna, létt og ekki of formleg, líkt og móðir brúðgumans hefði verið að verki.

Andi Díönu sveif yfir Windsor í dag.

Allt er bjart yfir þeim og nú hefur Harry fært brúði sína heim og þeim býður ekkert nema hamingjan.