Kári Stefáns­son er nýjasti gesturinn í Pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir Co­vid tíma­bilið, hve lengi er hægt að halda á­fram að grípa inn í líf fólks, mikil­vægi þess að ó­vin­sælar raddir fái að heyrast og margt fleira.

Hlut­verk ís­lenskrar erfða­greiningar á Ís­landi hefur verið gífur­lega mikið í far­aldrinum og það var fyrst í febrúar á þessu ári sem hlut­verk þeirra varð minna:

,,Síðan 15. febrúar er okkar hlut­verk búið að vera mjög lítið, en fram að því var það mjög mikið. Eig­endur Ís­lenskrar Erfða­greiningar gáfu mér grænt ljós á að gera allt sem þyrfti til að styðja við ís­lenskt sam­fé­lag. En það sem veldur mér svo­litlum á­hyggjum er að ef við hefðum ekki verið til staðar hefði þetta verið mjög erfitt. Reynslan núna bendir til þess að það hefði verið erfitt fyrir heil­brigðis­kerfið að sinna þessu vel. Það var alveg ljóst strax í byrjun far­aldursins að rann­sóknar­stofa lands­spítalans var með gömul tæki og lítil­virk,“ segir Kári í við­talinu.

„Svo fóru þeir og keyptu tæki, en það var ekki tekið í gagnið fyrr en 15 febrúar á þessu ári. Það er erfitt fyrir gamlan sósíal­ista að viður­kenna að ríkis­báknið virkar ekki mjög vel á svona augna­blikum. Það er ekki nógu ljóst hver tekur á­kvarðanir og hver hefur vald til að taka stjórnina í ó­venju­legum að­stæðum eins og þessum. Ég lagði til að sett yrði á stofn far­sóttar­stofnun, en ég sé ekki merki þess að það eigi að gerast,” bætir hann við

Kári segist mjög bjart­sýnn á að búið verði að af­létta öllum Co­vid-að­gerðum næsta haust og að allir Íslendingar verði þá bólusettir.

,,Þegar það verður búið að bólu­setja 200-250 þúsund Ís­lendinga ættum við að geta vonast til þess að lífið verði komið í nokkurn vegin eðli­legt horf. Ég vonast til þess að 13. októ­ber verði búið að af­létta þessu öllu. Það er góður dagur og þá verður vonandi búið að af­létta öllum að­gerðum,” segir Kári, sem sjálfur fékk bólu­setningu ný­lega.

,,Það er búið að bólu­setja mig einu sinni. Fyrri bólu­setning með AstraZene­ca. Ég kvartaði ekki yfir neinu eftir bólu­setninguna, fyrr en það var farið að skamma mig daginn eftir fyrir að hafa ekki farið út með ruslið. Þá gat ég notað það sem af­sökun að hafa verið bólu­settur daginn áður.”

Kári Stefánsson var bólusettur nýlega.
Fréttablaðið/Stefán

Fagnar því að fólk se reiðubúið að tjá óvinsælar skoðanir

Kári leggur einnig á­herslu á að mikil­vægt sé að yfir­völdum sé veitt að­hald.

,,Það er mjög mikil­vægt að ungt fólk geri upp­reisnir hér og þar og það er mjög mikil­vægt að sam­fé­lagið sé ekki allt of hlýðið og fólk fari út fyrir troðnar slóðir…Við viljum að ungt fólk sé stundum ó­hlýðið og það sam­fé­lag sem kemur í veg fyrir það er komið á mjög slæman stað. En það koma augna­blik þar sem fólk þarf að snúa bökum saman og þessi far­sótt er eitt af þeim augna­blikum. En við höfum fólk eins og Sig­ríði Ander­sen og Brynjar Níels­son sem er mót­fallið þessum að­gerðum og ég get sagt að þó að ég sé gjör­sam­lega ó­sam­mála hverri einustu skoðun sem Sig­ríður Ander­sen hefur tjáð, hvort sem það er á far­sóttinni eða öðru, þá er ég gífur­lega á­nægður með að hún skuli tjá þessar skoðanir sem eru svona ó­vin­sælar,“ segir Kári

„Ég er mjög montinn af henni að tjá þær og sam­fé­lagið á að fagna því að það sé fólk sem er reiðu­búið að tjá þessar skoðanir. Um leið og við hættum að tjá skoðanir sem ganga gegn því sem sam­fé­laginu finnst al­mennt, þá erum við komin á vondan stað. Á hinum og þessum tímum í gegnum söguna hafa sam­fé­lög gleymt mikil­vægi þess að ó­vin­sælar skoðanir séu tjáðar, með slæmum af­leiðingum.”

Kári hefur ekki verið þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum.
Fréttablaðið/Valli

Kári segir sótt­varnar­að­gerðir aug­ljós­lega gífur­legt inn­grip inn í líf fólks og það verði alltaf að vega og meta hve­nær sé of langt gengið.

,,Það er alls ekki æski­legt að vera með þessar hölmur á lífi fólks. Við erum að taka af fólki borgara­réttindi, réttindi til að koma saman, stunda at­vinnu sína og svo fram­vegis. Þetta eru mjög al­var­legar skerðingar á borgara­réttindum og ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessar að­gerðir hafa nú þegar haft mikil á­hrif á efna­hag og af­komu á­kveðins hundraðs­hluta þessarrar þjóðar. Sam­fé­lagið er að grípa til þessarra að­gerða og sam­fé­lagið hefur því þá skyldu á sínum herðum að sjá til þess að þetta bitni ekki harka­legar á þeim sem vinna við þá at­vinnu sem geldur mest fyrir þessar að­gerðir. Við komumst ekki á­falla­laust út úr þessu nema viður­kenna þessa skyldu okkar sem sam­fé­lags,” segir Kári og heldur á­fram:

,,Auð­vitað þurfum við að eiga um­ræður um hve­nær þessi inn­grip í líf fólks eru rétt­lætan­leg. Það voru sett sótt­varnar­lög sem veita hinu opin­bera býsna víð­tækar heimildir til þess að skerða borgara­réttindi. Ég held að það sé alltaf ó­æski­legt að skerða þessi réttindi og menn eiga ekki að gera það nema það séu mjög ríkar á­stæður til þess. Allar til­raunir til þess að kæfa um­ræðu um þetta eru ó­æski­legar. Við eigum að leyfa þeim sem eru á móti þessum að­gerðum að tjá sig af krafti og við eigum að hlusta á það, engin spurning. En endan­lega er ég alveg viss um að við munum verða frekar stolt af því hvernig við tókumst á við þetta sem þjóð.”