Brit­n­ey Spears lýsti því yfir frammi fyrir dóm­stól í Los Angeles í gær að hún vilji losna við for­ræði föður síns yfir sér og eignast líf sitt aftur. Í til­finninga­þrunginni ræðu lýsti Brit­n­ey því meðal annars að sér væri meinað að leita sér læknis­að­stoðar til að losa sig við lykkjuna en Brit­n­ey segist vilja eignast börn.

„Ég vil bara líf mitt aftur,“ sagði hin 39 ára gamla popp­stjarna sem á­varpaði dóm­stólinn í gegnum fjar­funda­búnað í gær. Hún sagði að lífs­reynsla sín hefði verið lítil­lækkandi og sagði hún að for­ræði föður síns væri mis­þyrming.

Faðir Brit­n­ey, Jamie P. Spears og aðrir sem farið hafa með for­ræði yfir Brit­n­ey hafa alltaf haldið því fram að for­ræðis­­sviptingin hafi verið nauð­­syn­­leg til að vernda Brit­n­ey vegna erfið­­leika sem hún upp­­lifði í per­­sónu­­legu lífi sínu í kringum árið 2007. Jamie var fjar­lægður sem for­ráða­maður Brit­n­ey 2019 en fer enn með öll fjár­ráð hennar en eignir hennar eru taldar nema allt að 60 milljón Banda­ríkja­dollara.

Frammi fyrir dóm­stólnum í gær lýsti Brit­n­ey því yfir að hún geti ekki lifað lífi sínu til fulls vegna ráða­hagsins. Hún segist vilja gifta sig og eignast annað barn, en að það sé ekki hægt þar sem henni hafi ekki verið gert kleyft að sækja sér læknis­að­stoð. Þá segir hún að hún geti ekki ferðast með bíl með kærastanum sínum vegna þessa.

Heimildar­mynd New York Times „Framing Brit­n­ey Spears“ sem kom út fyrr á árinu hefur vakið mikla at­hygli. Þar er sagt frá #FreeBrit­n­ey hreyfingunni sem spratt upp í kjöl­far mis­dular­fullra opin­berana Brit­n­ey á Insta­gram að­gangi sínum. Þá er með­ferð fjöl­miðla á söng­konunni fyrir og eftir 2007 kannað.

Á þriðju­daginn birti miðilinn frétt þar sem fram kemur að Spears hafi um ára­bil reynt að fá for­ræði föður síns yfir sér hnekkt frammi fyrir dóm­stólum án árangurs. Fréttin stað­festi þar grun að­dá­enda hennar um að hún vilji ganga frjáls.