Konan sem tók þátt í því að framleiða kynlífsmyndband í sjúkrabifreið í Skógarhlíð sagði í story á Instagram í gær að hún viti hver hafi lekið umræddu myndbandi og það hafi ekki verið út af áhyggjum viðkomandi af því.

Ástæðan fyrir því að konan opnar sig um þetta á Instagram-reikningi sínum er að hún vill leiðrétta það sem kom fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Sigmars Vilhjálmssonar og Huga Halldórssonar, 70 mínútur, en þar fjölluðu þeir um myndbandið.

„Hey Simmi. Það var hvorki 8 mínútna myndband sem hann sá né nokkurs konar fruss. Get your facts straight,“ skrifar konan á Instagram og segir að hún hafi aldrei birt allt myndbandið, heldur stutt brot úr því á Instagram.

Í þætti Sigmars og Huga ræddu þeir einnig þær afleiðingar sem málið hafði fyrir slökkviliðsmanninn en honum var sagt upp í kjölfar þess að brot úr myndbandinu voru birt og fjallað um málið í fjölmiðlum.

„Gefðu honum bara áminningu. Af hverju þarf að reka hann?,“ spurði Simmi í þættinum og tekur Hugi undir það og segist vorkenna sjúkraflutningamanninum.

„Af hverju fékk hann ekki bara einn mánuð off. Þurfa aðeins að kæla þig, þetta er ekki í lagi, en hann fær bara beint rautt.“