Helgarblaðið

​Ég var enginn gangster

Verkið Tvískinnung sem var frumsýnt er í kvöld byggir Jón Magnús Arnarsson á árum sínum í neyslu og af stormasömu ástarsambandi.

Jón Magnús Arnarsson segir Tvískinnung vera uppgjör við óheiðarleikann. Fréttablaðið/Anton Brink

Verkið Tvískinnung sem var frumsýnt er í kvöld byggir Jón Magnús Arnarsson á árum sínum í neyslu og af stormasömu ástarsambandi. 

Jón Magnús er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út á morgun og greinir í því frá lífsreynslu sinni. 

Hann segir leikverkið uppgjör sitt við óheiðarleikann. „Svona líferni kallar á að ljúga að sjálfum sér. Fegra hlutina þó allt sé komið í óefni. Hvernig það litar sambönd og smitar út frá sér í öll samskipti. Tvískipt líf. Þessi sífelldi tvískinningur. Sem dæmi þá var ég líka að selja á þessum tíma. Fyrst var það aðallega gras en í kringum helgar seldi ég smáskammta af spítti og kóki. Ég gerði þetta aðallega til að fjármagna eigin neyslu. Ég var enginn gangster. Þetta var bara ákveðin lausn. Mér fannst rökrétt að gera þetta í staðinn fyrir að vinna eins og brjálæðingur fyrir neyslunni,“ segir Jón Magnús og segist oft hafa verið tekinn af lögreglunni.

Þó að Jón Magnús þreyti frumraun sína í leikhúsinu með sínu fyrsta handriti er hann ekki ókunnugur skáldskap. Hann er Íslandsmeistari í ljóðaslammi.

„Ég er á leiðinni á Evrópumeistaramót til Búlgaríu í lok nóvember. Svo fer ég seinna á heimsmeistaramótið í Nottingham. Ég hef verið að reyna að starta þessari senu hér á landi ásamt Ólöfu Rún Benediktsdóttur myndlistakonu. Þetta form tvinnar saman leik- og ljóðlist. Það er mikið um bundið mál þó að stíllinn sé frjálslegur og virðist höfða jafnt til yngri og eldri hlustenda,“ segir Jón Magnús. 

Meira í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun, laugardag 10. nóvember. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Vínið geymt í hvelfingu

Helgarblaðið

Rappelskandi ráðherra með ráð undir rifi hverju

Helgarblaðið

Ég er öll að norðan

Auglýsing

Nýjast

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Auglýsing