Her­toga­ynjan Meg­han Mark­le kom banda­rískum þing­mönnum Repúblikana á ó­vart með sím­hringingum. Hún vildi afla stuðnings þeirra við frum­varp um fæðingar­or­lof í öldunga­deild Banda­ríkja­þings.

Breska götu­blaðið Metro greinir frá málinu. Segir þar að Meg­han hafi hringt í þær Shell­ey Moor­e Capito, öldungar­deildar­þing­mann Vestur-Virginíu og Susan Collins, öldungar­deildar­þing­mann Maine ríkis.

„Ég skildi bara ekki hvernig hún fékk númerið mitt,“ hefur miðillinn eftir Susan sem segir að Meg­han hafi hringt í sig úr ó­merktu númeri. „Það var ekkert mál að spjalla við hana en ég hef meiri á­huga á því hvað fólki í Maine finnst um fæðingar­or­lofið.“

Þá segir Collins að Meg­han hafi kynnt sig sem her­toga­ynjuna af Sus­sex. „Sem er eigin­lega frekar kald­hæðnis­legt,“ segir þing­konan. Um er að ræða frum­varp Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, um greitt fæðingar­or­lof en Banda­ríkin eru eitt fárra ríkja í heiminum þar sem það er ekki skylda.

Hin öldungar­deildar­þing­konan frá Vestur-Virginíu, Shell­ey Moor­e Capito, var alveg jafn hissa. Hún hafi haldið að þetta væri annar þing­maður, þar sem númerið var ó­merkt.

„Og hún spyr hvort þetta sé ég, ég svara já. Hún svarar: „Þetta er Meg­han, her­toga­ynjan af Sus­sex. Ég skildi ekki hvernig hún fékk númerið mitt.“