Ó­hætt er að segja að Kristófer Karls­son hafi rekið upp stór augu þegar hann renndi inn á Akur­eyri síð­degis í gær. Á skilti við einn fjöl­farnasta stað bæjarins, verslunar­mið­stöðina á Gler­ár­torgi, var búið að koma upp flenni­stóru skilti af Kristófer og systur hans, Eddu Mjöll, með yfir­skriftinni: Á LAUSU!

„Syst­kinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akur­eyri þessa helgina í leit að maka!,“ segir enn fremur á skiltinu og með fylgja upp­lýsingar um Insta­gram-reikning þeirra syst­kina og síma­númer þeirra.

Myndir af þessu hafa vakið tals­verða at­hygli á sam­fé­lags­miðlum en sá sem stendur fyrir þessu er faðir þeirra syst­kina, Karl Björg­vin Brynjólfs­son. Neðst á skiltinu stendur nefni­lega: „Ég SKAL koma þeim út, kveðja pabbi.“

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Kristófer að hann hafi skellt sér norður á­samt hópi vina í gær. Faðir hans var búinn að segja honum, áður en lagt var af stað, að hann hefði verið að út­búa skilti fyrir vinnuna og bað hann Kristófer að renna við á Gler­ár­torgi og at­huga hvort skiltið kæmi ekki vel út.

„Ég sagði við hann að það væri ekkert mál. Svo þegar við erum að nálgast Gler­ár­torg þá heyri ég í vinum mínum byrja að hlæja. Þá er mér litið upp og þá sé ég mig og systur mína starandi á mig,“ segir Kristófer en þar með er ekki öll sagan sögð.

„Svo keyrum við að­eins lengra inn í bæinn og þá sjáum við annað skilti hjá KEA. Svo förum við í Sælu­húsin og þar sjáum við þriðja skiltið og svo fjórða skiltið þegar við komum inn í húsið,“ segir Kristófer en með því skilti fylgdi að vísu kampa­víns­flaska. „Þetta var metnaðar­fullt hjá honum og hefur ef­laust tekið sinn tíma,“ segir Kristófer en faðir hans var einnig búinn að hafa sam­band við vini hans og láta þá vita af ráða­brugginu.

Hann segir að aug­lýsinga­skiltin hafi komið systur hans jafn mikið á ó­vart og honum. „Hún kom þarna tveimur mínútum á undan mér og var alveg jafn sjokkeruð,“ segir hann.

Að­spurður um við­brögð við skiltunum og hvort ein­hverjir Akur­eyringar hafi gert hosur sínar grænar segir Kristófer að fylgj­endunum á Insta­gram hafi að minnsta kosti fjölgað. „Nokkur síma­öt og svona en það er bara skemmti­legt,“ segir Kristófer sem verður á Akur­eyri um helgina.