Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur segir auðveldara að þiggja verðlaun í annað sinn en það fyrsta. Hún fékk í vikunni verðlaun á Íslensku bókmenntaverðlaunum í flokki barna og ungmenna fyrir bók sína Kollhnís og segir í viðtali á Fréttavaktinni í kvöld að hún sé snortin.

Spurð hvort hún hafi gert séð grein fyrir því að bókin yrði „hittari“ segir hún ekki hafa vitað það.

„Ég hélt að kannski yrði þetta einlæglega flopp,“ segir Arndís en hún ræðir það í viðtalinu að bókin hafi verið löng og erfið fæðing. Hún hafi byrjað söguna á öðrum nótum en hún svo endaði.

„Hún var rosalega þung og ég þurfti að finna leið til að létta hana,“ segir Arndís og að allan þann tíma sem hún var að hafði það blasað við að hún hefði líka getað hent henni og byrjað upp á nýtt. En gerði það ekki.

Bókin fjallar um bræður sem aldursmunur er á og sá yngri greinist með einhverfu en Arndís segir einnig áhugavert að fjalla um tengslarof fjölskyldna og að margir sem hún hafi lesið fyrir hafi tengt við það.

„Öllum þessum fjölskyldum líður eins og þær séu einu fjölskyldurnar sem hafa upplifað það,“ segir Arndís og að yfirleitt slái þögn á hópinn þegar hún les það upp.

Hún segir svona oft erfiðar fyrir börn en að það verði samt að tala um erfiða hluti.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Arndísi hér að neðan.