Lífið

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Thomas Markle, faðir Meghan Markle, lýsir í ítarlegu viðtali samskiptum sínum og dóttur sinnar. Segir hann þau eitt sinn hafa verið afar náinn, en líf hans hafi snúist á hvolf eftir að dóttir hans kynntist Harry Bretaprins.

Meghan Markle hertogaynja á vona á sínu fyrsta barni.

Thomas Markle, hinn umdeildi faðir Meghan Markle, hefur enn einu sinni tjáð sig opinberlega um samband sitt og dóttur sinnar. Markle er í ítarlegu viðtali við tímaritið The Mail on Sunday, helgarblað The Daily Mail, þar sem hann kveðst ítrekað hafa reynt að komast í samband við dóttur sína eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins í maí, en ekki gengið erindi sem erfiði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem faðir Meghan hefur rætt við fjölmiðla um samband sitt og Meghan, en hann hefur ítrekað haldið því fram að konungsfjölskyldan komi í veg fyrir að hann eigi í samskiptum við dóttur sína.

Sjá einnig:„Pabbi Meghan er bara fyllibytta“

Í viðtalinu fullyrðir Markle enn á ný að hann hafi ítrekað reynt að komast í samband við dóttur sína, hertogaynjuna af Sussex, en símtölum hans hefði ekki verið svarað. „Ég hef verið læstur úti en ég get ekki þagað,“ hefur breska dagblaðið eftir honum. „Ég hef gert þúsund tilraunir til að ná í dóttur mína, í gegnum smáskilaboð eða bréf en hún og Harry hafa reist þagnarmúr.“

Í viðtalinu hafnar Markle öllum þeim „skelfilegu“ ásökunum bornar hafa verið á hendur honum.

Birtir dagblaðið bréf frá dóttur hans og ljósmyndir, þar sem hann vill sanna fyrir umheiminum að samband hans og dóttur hans hafi eitt sinn verið gott. 

Thomas og Meghan hafa ekki talast við frá því í maí.

„Ég hef grátbeðið hana um að svara símanum. Ég skrifaði tveggja síðna bréf og senti til fulltrúa hennar í Los Angeles. Ég spurði hvers vegna hún trúði lygunum og benti á að konungsfjölskyldan hefði ekki alltaf hagað sér fullkomnlega. Ég benti á að ég hefði aldrei leið mér í sundlaug nakinn, eða klætt mig upp sem nasisti,“ er haft eftir Markle sem vísar til þess þegar að Harry Bretaprins, tengdasonur hans, klæddi sig sem nasista árið 2005.

Segist hann vera sár og hissa yfir þeim „lygum“ sem bornar hafa verið á hendur honum í fjölmiðlum, þar sem hann hefur verið sagður nýta sér frægð dóttur sinnar til að koma sér á framfæri. 

„Líf mitt hefur farið á hvolf frá því dóttir mín hitti Harry. Þegar þau tilkynntu óléttuna hef ég verið með sjö blaðasnápa á dyraþrepinu dag og nótt alla daga vikunnar,“ segir hann. „Ef hún myndi bara tala við mig vær hlutirnir öðruvísi, ég elska Meghan mjög mikið. Ég vil að hún og Harry eignist fallegt, heilbrigt barn og frábært líf, en ég vil að þau hætti að trúa lygunum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Full­yrt að Meg­han hafi grætt Kate

Lífið

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Lífið

Marklemartröðin magnast, Meghan sögð í djúpri sorg

Auglýsing

Nýjast

Bitist um fyrsta hamborgarann

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Auglýsing