Lífið

„Ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera“

Söngkonan Ariana Grande tjáir sig í fyrsta sinn um andlát rapparans Mac Miller. Grande og Miller voru par í tvö ár en slitu samvistum í maí. Hlýtt var þó á milli þeirra allt fram að andláti Millers.

Mac Miller og Ariana Grande stigu saman á svið á góðgerðartónleikum eftir hryðjuverkaárásina í Mancester. Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Ariana Grande minnist fyrrverandi kærastans síns, rapparans Mac Miller, á Instagram-síðu sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grande tjáir sig um andlát rapparans, sem lést úr ofneyslu eiturlyfja í síðustu viku. 

Grande birti færsluna í gærkvöldi, ásamt myndbandi af Miller. Grande og Miller voru par í tvö ár, en höfðu áður verið góðir vinir í um árabil. Þau tilkynntu sambandsslit sín í maí síðastliðnum. Hlýtt var þó á milli þeirra allt fram að andláti Millers. 

„Ég dáði þig frá því ég sá þig fyrst þegar ég var 19 ára og ég mun gera það alla tíð. Ég trúi því ekki að þú sérst ekki hérna lengur, ég næ ekki utan um það. Við töluðum um þetta. Svo oft,“ ritaði Grande á Instagram síðu sína.

Eftir andlát Millers hefur Grande hefur orðið fyrir hörðum árásum frá hópi aðdáenda hans og er hún hún sökuð um að vera valdur að dauða hans.

„Ég er svo reið, ég er svo leið, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þú varst kærasti vinur minn. Svo lengi. Ofar öllu öðru. Mér þykir svo leitt að ég hafi ekki getað lagað eða fjarlægt sársaukann. Mig langaði virkilega til þess.“

Grande sleit sambandinu við Miller vegna fíkniefnavanda hans. Stuttu síðar tók hún saman við grínistann Pete Davidson, sem nú er unnusti hennar. 

Eftir að fregnir bárust af dauða rapparans herjuðu aðdáendur Millers á Grande og neyddist hún meða annars til þess að loka fyrir athugasemdir á Instagram-reikningi sínum. Á Twitter sögðu margir ástarsorgina hafa gert út af við Miller. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðdáendur Millers herja á Grande. Stuttu eftir sambandsslitin var Miller tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Var þá Grande sökuð um að vera valdur af harðri fíkniefnaneyslu hans. 

Grande hefur verið þögul um andlát rapparans hingað til, en stuttu eftir að fregnir bárust um andlát hans birti hún mynd af honum á Instagram reikningi sínum.

Mac Miller og Ariana Grande á tónlistarviðburði. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing