Ofur­að­dáandi bresku popp­stjörnunnar Ed Sheeran, hin 37 ára gamla breska Amand Baron, á von á barni með tví­fara breska popparans, hinum 27 ára gamla Ty Jones. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá.

Sá vinnur í fullu starfi sem tví­fari popparans, svo sláandi líkir eru þeir. Amanda segist yfir sig ást­fangin en þau kynntust á Ed Sheeran giggi hjá Ty.

„Ég vildi alltaf byrja með ein­hverjum rauð­hærðum og núna er ég með þeim besta. Fyrir utan hinn raun­veru­lega Ed aug­ljós­lega,“ segir Amanda sem er frá Carrington á Manchester svæðinu. Hún og Ty eiga von á stúlku­barni í júlí.

„Ég er að eignast barn með Ed Sheeran, en eigin­kona Ed þarf ekki að hafa á­hyggjur samt,“ segir hún í gríni við breska miðilinn. Parið hefur spilað lög með bresku popp­goð­sögninni fyrir litla barnið. „Við vonum bara að hún muni elska hann jafn mikið og við.“

Ty segir að hann hafi átt afar erfitt upp­dráttar í stefnu­móta­senunni í Bret­landi. „Ég þarf alltaf að hafa á­hyggjur af því hvort að konur hafi bara á­huga á mér vegna þess að ég er það næsta við Ed Sheeran. En með Amöndu hefur þetta verið stór­kost­legt. Hún er best.“

Skjáskot/The Sun
Fréttablaðið/Getty