Rúm­lega sjö­tíu prósent aukning varð á leitum að Gucci fatnaði milli vika eftir að bíó­myndin Hou­se of Gucci var frum­sýnd í vikunni. Myndin fékk blendna dóma en hún er leik­stýrð af Ridl­ey Scott með Lady Gaga í aðal­hlut­verki.

Mesta aukning varð á leitum að Gucci hand­töskum sem skaust upp um 257 prósent. Bíó­myndin er byggð á raun­veru­legum at­burðum sem áttu sér stað árið 1995 þegar Pat­rizia Reggiani réði leigu­morðingja til að myrða þá­verandi eigin­mann sinn, Maurizio Gucci, sem réði þá yfir hönnunar­línunni.

Fyrir­tækið studdi upp­runa­lega ekki gerð bíó­myndarinnar en eftir frum­sýninguna hefur það byrjað að setja inn myndir af Lady Gaga á sam­fé­lags­miðlana sína.