Benedikt Bóas Hinriksson og Ingólfur Grétarsson eru sérstakir Eurovision útsendarar Fréttablaðsins í Tel Aviv. Þeir munu fylgjast með þátttöku Hatara í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hægt er að fylgjast með félögunum tveim á Instagram síðu Fréttablaðsins.

Ingólfur, betur þekktur sem Gói Sportrönd, skellti sér í sérstakan Hatara búning - beint úr hillum Adam og Evu, og sprellaði eins og honum einum er lagið. Hér fyrir neðan er splunkunýtt myndbands blogg sem enginn má missa af. Upphafsstef gerði Darrii.