Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, er nýjasti gesturinn í hlað­varps­þætti Sölva Tryggva­sonar. Í við­talinu fer Inga um víðan völl, ræðir um æskuna, sorgina og stjórn­málin svo fát eitt sé nefnt.

„Ég er með risa­stórt hjarta og mér líður mjög illa ef öðrum líður illa og tek það inn á mig,“ segir hún meðal annars í við­talinu og nefnir sér­stak­lega börn og dýr og þá sem minna mega sín.

„Þá fer ég bara að skæla. Ég held að það komi að ein­hverju leyti upp frá þeim sorgum sem ég hef gengið í gegnum og ég verð bara meyr þegar ég tala um þessa hluti. Ég missti bróður minn og besta vin þegar hann var bara ungur. Hann og annar ungur maður drukknuðu undan Siglu­nesinu,“ segir Inga sem man þeirra síðustu sam­skipti vel.

„Í síðasta skiptið sem ég hitti hann hélt ég á yngsta stráknum mínum og hann bað mig um að skýra hann í höfuðið á sér, en þá var búið að á­kveða nafnið á honum og ég var eitt­hvað að fíflast í honum, en svo var hann bara farinn. Svo skömmu síðar hrapaði mágur minn í fjall­göngu og lét lífið og svo missti ég tengda­son minn frá litlu barni og dóttur. Eftir þetta get ég eigin­lega ekki einu sinni farið í jarðar­farir. En þessir at­burðir eru lík­lega hluti af því að ég vil berjast fyrir þá sem minna mega sín og glíma við erfið­leika. Ég held að það sé líka mikil­vægt að koma vel fram við alla sem á vegi manns verða. Maður veit aldrei hve­nær maður er að sjá ein­hvern í síðasta sinn.“

Inga er lög­blind og er að­eins með 10% sjón sem hún segir að hafi háð henni mikið í gegnum tíðina.

„En ég er þakk­lát fyrir það að ég þekki eigin­lega ekkert annað, sem er öðru­vísi en ef sjónin er skyndi­lega tekin af þér. Ég fékk hlaupa­bólu sem lítið barn og svo heila­himnu­bólgu út frá því og var eigin­lega alveg blind til tveggja ára aldurs, en svo fór ein­hver skíma að koma til baka og hef verið með um 10% sjón mest alla tíð og sé enga liti og get að sjálf­sögðu ekki verið með bíl­próf,“ segir Inga meðal annars.

Þáttinn með Ingu og alla aðra Pod­cast­þætti Sölva Tryggva­sonar má nálgast hér.